1. maí ganga og kaffi á morgun

Heimssýn félag sjálfstæðissinna í evrópumálum, Ísafold – félag ungs fólks gegn ESB – aðild og Herjan, félag stúdenta gegn ESB aðild ganga saman 1. maí undir formerkjum Nei við ESB.

  1. Við óskum launafólki til hamingju á hátíðisdegi verkalýðsins.
  2. Á Íslandi teljum við það sjálfsagt að hafa vinnu.
  3. Í Evrópusambandinu eru yfir 27 milljónir manna án atvinnu.
  4. Við teljum hagsmunum verkalýðsins á Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins.

Mæting við Hlemm kl. 13:00 og allir hjartanlega velkomin í kaffi kl. 15:00 – 17:00 á skrifstofunni að Lækjartorgi 5. Gengið er inn frá Lækjartorgi og er skrifsofan á annarri hæð í lyftuhúsi.