Sérfræðingar um framtið evrunnar: Hún á enga

G. Tómas Gunnarsson skrifar

Á vefsvæði Breska blaðsins The Independent má í dag finna stutt álit ýmissa hagfræðinga og stjórnmálamanna um framtíð eurosins, undir fyrirsögninni: “The experts’ view on the euro’s future: it doesn’t have one.”

Álitin eru fengin úr greinum og viðtölum sem finna má í blaðinu (en ég gat ekki fundið á vefsvæðinu) við þekkta hagfræðinga og stjórnmálamenn. Flestir þeirra voru svartsýnir á framtíð eurosvæðisins, þó að þeir telji að Grikklandskrísan verði því ekki að falli. Þeir virðast telja hinn nýja “Mánudagssáttmála” (EFC – European Fiscal Compact) “Sambandsins” illframkvæmanlegan. Þeir tala um of harðan niðurskurð, sem hamli vexti og ekkert hafi verið gert til að leysa jafnvægis og samkeppnisvanda innan myntbandalagsins. Nánar

IPA – styrkirnir og ESB – fríðindin

Vigdís Hauksdóttireftir Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins

Eitt höfuðeinkenni EES samningsins er fjórfrelsið. Fjórfrelsið er hugtak sem vísar til frelsis til flutninga á fólki, varningi, þjónustu og fjármagns inna Evrópska efnahagssvæðisins. Öll mismunun er bönnuð og jafnræði verður að vera í heiðri haft. Hafa fallið margir dómar hjá aðildarríkjum ESB, hjá Evrópudómstólum og dómstólum hér á landi sem reynt hefur á þessa mismunun. Nánar

Martröð unga fólksins

Eftir Tómas Gunnarsson:

Um áramót mældist atvinnuleysi í eurolöndunum 10.4%. Eftir því sem mér skilst er það mesta atvinnuleysi sem hefur mælst á svæðinu síðan euroið var tekið upp. Yfir 23. milljónir manna eru án atvinnu í Evrópusambandinu. Þar er atvinnuleysið rétt um 10%. Margir hagfræðingar spá því að það verði komið í 11% um mitt þetta ár. Nánar