Íslandsvinurinn og evrópuþingmaðurinn Daniel HAnnan frá Bretlandi hefur þó nokkrum sinnum nefnt Ísland sem dæmi í í ræðum sínum á Evrópuþingi. Þetta gerða hann einnig nýverið þegar var til umræðu viðskiptastefna Evrópusambandsins.
Eftir mánuðum: June 2013
Utanríkisráðherra í Brussel í dag
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra var í Brussel í dag til þess að upplýsa Evrópusambandið um nýja stefnu Íslands í sambandi við aðildarferlið. Þar var haldinn blaðamannafundur og má sjá hann hér fyrir neðan. Nánar
Það er ekki barátta í ESB, það er stríð!
Eftir Bjarna Harðarson
Greinin var birt í Morgunblaðinu 12.06.2013
Á plakati utan á Ólympíuhöllinni í Aþenu gefur að líta þrjá menn í sundbolum og sá í miðið heldur vinalega um axlir hinna. Þetta eru kunnugleg andlit því lengst til vinstri er þýski hagfræðingurinn Karl Marx, þá Lenín og lengst til vinstri Trotský. Sá fyrstnefndi svoldið vantrúaður á svipinn eins og hann viti að fólk verði hugmyndafræði hans aldrei samboðið en Lenín að vanda eins og skeggjuð unglingsstelpa sem veit að allir eru svoldið skotnir. Trotský smeygir handlegg undir holöndina hjá þessari miðjustelpu en augnaráðið er flóttalegt eins og hann viti þau örlög sín að verða drepinn í þágu hugsjónanna.
Myndin er óskýr og ekki nema í meðallagi vel fölsuð með gamaldags skærum frekar en tölvuforriti. En hún passar giska vel inn í það andrúmsloft vinstri stefnu sem ríkir í yfirgefnu ólympíuþorpi í höfuðborg Grikklands. Hingað hafa hópar vinstri manna, grísk launþegasamtök, stjórnmálaflokkar og grasrótarhreyfingar efnt til ráðstefnu gegn niðurskurðarstefnu ESB og peningastefnu ESB, AGS og Evrópska Seðlabankans, Troikunni svokölluðu en hugtakið er rússneskt að uppruna og merkir einfaldlega þrenningin. Um 200 fundarboðendur stóðu að ráðstefnunni og fundargestir störfuðu í tvo daga í fjölmörgum hópum þar sem rætt var um efnahagsvandann út frá hagsmunum almennings. Meðal þátttakenda voru samtök andstæðinga ESB aðildar á Norðurlöndunum og Heimssýn á Íslandi sendi tvo áheyrnarfulltrúa. Nánar
Heimssýn sendir fulltrúa á Alter Summit í Aþenu
Þann 7. og 8. júní verður haldinn ráðstefna í Aþenu sem mun mótmæla andfélagslegum aðhaldsaðgerðum Evrópusambandins. Aðild að ráðstefnuni hafa fleiri tugir samtaka um alla Evrópu en samtök frá 19 ríkjum munu mæta á ráðstefnuna. Nánar