Recent Posts

Haraldur Ólafsson kjörinn formaður Heimssýnar

Har_KathrHaraldur Ólafsson prófessor var í gær kjörinn formaður Heimssýnar á aðalfundi félagsins sem var haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík. Haraldur tekur við formennsku af Ernu Bjarnadóttur sem verið hefur formaður síðastliðið ár, en hún var áður gjaldkeri félagsins og í framkvæmdastjórn til nokkurra ára. Á aðalfundinum í kvöld voru samþykktar ályktanir sem nánar verður greint frá síðar, auk þess sem Kathrine Kleveland, formaður Nei til EU í Noregi, flutti stórfróðlegt erindi um það hvernig EES-samningurinn dregur smám saman úr fullveldi Noregs ef ekki er spyrnt við fótum. Um þessar mundir snýst baráttan um að halda orkumálum utan áhrifasviðs EES og ESB, sem er nokkuð sem fremur lítið hefur verið rætt hér á landi til þessa. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á aðalfundinum í kvöld. Á efstu myndinni eru Haraldur Ólafsson, nýkjörinn formaður Heimssýnar og Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU. Á næstu mynd er Erna Bjarnadóttir, fráfarandi formaður Heimssýnar, Kathrine Kleveland og Haraldur Ólafsson. Á þriðju myndinni má sjá Frosta Sigurjónsson, fyrrverandi þingmann, í ræðustól á fundinum.

 

E_K_H

 

frosti

  1. Aðalfundur Heimssýnar Comments Off on Aðalfundur Heimssýnar
  2. Aðalfundur Heimssýnar 1. mars 2018 Comments Off on Aðalfundur Heimssýnar 1. mars 2018
  3. Þjóðtungan og fullveldið Comments Off on Þjóðtungan og fullveldið
  4. Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar Comments Off on Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar
  5. Ný stjórn kjörin í Heimssýn Comments Off on Ný stjórn kjörin í Heimssýn
  6. Bréf til félaga í Heimssýn Comments Off on Bréf til félaga í Heimssýn
  7. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, ræðir lýðræðismál í tengslum við ESB á fundi með Heimssýn Comments Off on Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, ræðir lýðræðismál í tengslum við ESB á fundi með Heimssýn
  8. Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar Comments Off on Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar
  9. Íslenskur diplómati fékk nóg af Brussel og þjónkun við stórveldi álfunnar Comments Off on Íslenskur diplómati fékk nóg af Brussel og þjónkun við stórveldi álfunnar