Recent Posts

Þjóðtungan og fullveldið

Fullveldið og þjóðtungan verður til umræðu á hátíðarfundi Heimssýnar föstudaginn fyrsta desember næstkomandi klukkan 20:30 í Ármúla 4 í Reykjavík. Þá mun Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist, rithöfundur, verðlaunaður þýðandi og fyrrum forystumaður í samtökum rithöfunda og þýðenda, fjalla stuttlega um baráttuna við að viðhalda þjóðtungunni. Að því loknu mun einn af verðlaunarithöfundum í yngri kantinum lesa upp úr verkum sínum. Það er Dagur Hjartarson, sem hefur gefið út bæði ljóð og skáldsögu og hlotið fyrir verk sín bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Ræktum fullveldisdaginn og þjóðtunguna.

Allir í Ármúla 4 (2. hæð) föstudaginn 1. desember 2017 klukkan 20:30.

Nefndin

Myndir af frummælendum:
Rúnar Helgi Vignisson og Dagur Hjartarson.

  1. Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar Comments Off on Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar
  2. Ný stjórn kjörin í Heimssýn Comments Off on Ný stjórn kjörin í Heimssýn
  3. Bréf til félaga í Heimssýn Comments Off on Bréf til félaga í Heimssýn
  4. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, ræðir lýðræðismál í tengslum við ESB á fundi með Heimssýn Comments Off on Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, ræðir lýðræðismál í tengslum við ESB á fundi með Heimssýn
  5. Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar Comments Off on Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar
  6. Íslenskur diplómati fékk nóg af Brussel og þjónkun við stórveldi álfunnar Comments Off on Íslenskur diplómati fékk nóg af Brussel og þjónkun við stórveldi álfunnar
  7. Nýkjörin stjórn Heimssýnar Comments Off on Nýkjörin stjórn Heimssýnar
  8. Ísland er ekki lengur umsóknarríki Comments Off on Ísland er ekki lengur umsóknarríki
  9. 60 prósent landsmanna eru andvígir inngöngu í ESB Comments Off on 60 prósent landsmanna eru andvígir inngöngu í ESB