Vaxandi andstaða við ESB-aðild

Í könnun Capacent-Gallup fyrir Heimssýn sögðust 63 prósent vera andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu en 37 prósent fylgjandi, séu aðeins tekin svör þeirra sem tóku afstöðu.

Könnunin byggir á 1085 svörum við spurningunni ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?

Nánar

Evrópuumræðan hér og í Noregi

Ný skýrsla í Noregi um samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES-samninginn, varpar ljósi á ólíka stöðu Evrópuumræðunnar hér á landi og í Noregi.

Skýrslan er gerð að kröfu andstæðinga aðildar Noregs að Evrópusambandinu. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, sem kemur úr Verkamannaflokknum og er aðildarsinni, kom í veg fyrir að nefndin sem samdi skýrsluna myndi gera grein fyrir valkostum Noregs ef EES-samningunum yrði sagt upp.
Nánar

Rödd frá Noregi: hin ómögulega evra

Evran býr ekki til samevrópska vitund, segir norski prófessorinn Janne Haaland Matlary.

Það eru engin skynsamleg efnahagsleg rök fyrir tilvist evrunnar. Það er ekki síður áhyggjuefni að evrusamstarfið byggir á mjög veikum pólitískum og lýðræðislegum grunni. Auk þess eru evrulöndin með mjög ólík stjórnkerfi og samfélagsgerð. Munurinn á löndunum í suðri og austri annars vegar og í norðrinu hins vegar virðist ekkert vera að minnka. Samþykktir í Brussel munu hafa lítil áhrif því það er miklu lengra á milli orða og athafna í alþjóðlegu samstarfi en innan einstakra landa.

Þetta eru athyglisverð orð sögð af prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Osló sem heitir Janne Haaland Matlary.

Nánar