Baráttufundir Nei við ESB, Heimssýnar, Ísafoldar og Herjunnar

Afturköllum umsóknina að ESB – hér er skýrslan

Það var áfangasigur að aðlögunarviðræðurnar við ESB voru stöðvaðar. Samtökin Nei við ESB efna til baráttufunda til að fylgja því eftir að umsóknin verði endanlega afturkölluð. Næstu mánuðir geta skorið úr um hvort ríkisstjórn og Alþingi geri það eina sem réttast er – afturkalla umsóknina. Fyrstu baráttufundir eru:

  • Á Sauðárkróki, Kaffi Krók, miðvikudaginn 19. febrúar, kl.20:30
  • Á Blönduósi, Pottinum og Pönnunni, fimmtudaginn 20. febrúar, kl. 20:30
  • Í Reykjavík, skrifstofa Heimssýnar á Lækjartorgi, 2. hæð, 25. Febrúar, kl. 20:00

Ávörp flytja: Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður og formaður Heimssýnar ;  Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Heimssýnar;  Sigríður Ólafsdóttir, bóndi og ráðunautur, Víðidals­tungu, formaður Heimssýnar í Húnavatnssýslum;  Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar; Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands; Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, Sauðárkróki; Guðrún Lárusdóttir, bóndi Keldudal, formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga; og Gísli Árnason, framhaldsskólakennari, Sauðárkróki.

Gestir í Reykjavík verða auglýstir síðar.

Fundarstjórar: Agnar Gunnarsson bóndi, Miklabæ, og Björn Magnússon, bóndi, Hólabaki.