Baráttunni er ekki lokið

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ritaði áhugaverðan pistil á fréttavefinn Amx.is í gær um landsfund Sjálfstæðisflokksins og umræður á honum um Evrópumál. Sagði hann að ljóst væri að niðurstaða landsfundarins í þeim efnum fæli í sér fullan sigur andstæðinga inngöngu í Evrópusambandið en um leið fulla reisn Evrópusambandssinna innan flokksins. Lagði hann áherslu á að þó tekist hefði að hrinda þeirri sókn Evrópusambandssinna sem hófst sl. haust þegar bankarnir fóru á hliðina þá væri baráttunni engan veginn lokið. Það yrði að búa sig undir nýjar sóknir þeirra sem vilja koma Íslandi inn í Evrópusambandið.

Pistil Styrmis í heild má nálgast hér.