Aðalfundur Heimssýnar 1. mars 2018

IslandNorgeAðalfundur Heimssýnar verður haldinn fimmtudaginn 1. mars næstkomandi á Hótel Sögu við Hagatorg. Hann hefst klukkan 17.15 með hefðbundinni aðalfundardagskrá, en klukkustund síðar, eða klukkan 18.15 hefst svo opinn fundur með Kathrine Kleveland, formanni Nei til Eu í Noregi.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

 1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla formanns
 3. Reikningar
 4. Umræður um skýrslur og reikninga
 5. Kosning formanns og varaformanns
 6. Kosning aðalstjórnar
 7. Önnur mál
  – EES-samningurinn.
 1. Opinn fundur með Kathrine Kleveland formanni Nei til EU í Noregi.
 2. Fundarslit

Félagar í Heimssýn eru hvattir til að fjölmenna.

Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar

IMG_0955Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar var kjörin á fundi stjórnar samtakanna þriðjudaginn 18. apríl 2017. Erna Bjarnadóttir hafði verið kjörin formaður á aðalfundi nýlega þar sem Halldóra Hjaltadóttir var kjörin varaformaður. Á stjórnarfundinum á þriðjudag voru aðrir fulltrúar í framkvæmdastjórn kjörnir og er framkvæmdastjórn þá þannig skipuð: Erna Bjarnadóttir formaður, Halldóra Hjaltadóttir varaformaður, Páll Marís Pálsson ritari, Haraldur Ólafsson gjaldkeri, og Ásgeir Geirsson, Frosti Sigurjónsson, Sif Cortes, Stefán Jóhann Stefánsson og Þollý Rósmundsdóttir meðstjórnendur. Varafulltrúar í framkvæmdastjórn voru kjörin: Ásdís Jóhannesdóttir, Birgir Steingrímsson, Guðni Ágústsson, Gunnlaugur Ingvarsson, Kristinn Dagur Gissurarson, Ólafur Hannesson, Ragnar Arnalds, Sigurður Þórðarson, Styrmir Gunnarsson, Vigdís Hauksdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson.

Á stjórnarfundinum flutti Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, áhugavert erindi um neytendamál og urðu umræður um það góðar. Á efstu myndinni er Ólafur í ræðustól en sitjandi eru frá vinstri: Erna Bjarnadóttir formaður Heimssýnar, Þollý Rósmundsdóttir meðstjórnandi og Vigdís Hauksdóttir fundarstjóri.

Ný stjórn kjörin í Heimssýn

erna_bjarnadottirÁ aðalfundi Heimssýnar í kvöld var ný stjórn kjörin. Jón Bjarnason lét af starfi formanns og Jóhanna María Sigmundsdóttir lét af starfi varaformanns. Í þeirra stað var Erna Bjarnadóttir kjörin formaður og Halldóra Hjaltadóttir var kjörin varaformaður. Eftirtaldir aðrir voru kjörnir í stjórn:

Anna Ólafsdóttir Björnsson
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
Ásgeir Geirsson
Ásmundur Einar Daðason
Birgir Örn Steiingrímsson
Bjarni Harðarson
Bjarni Jónsson
Elísabet Svava Kristjánsdóttir
Eyþór Arnalds
Frosti Sigurjónsson
Guðjón Ebbi Guðjónsson
Guðni Ágústsson
Gunnar Guttormsson
Gunnlaugur Ingvarsson
Haraldur Líndal
Haraldur Hansson
Haraldur Ólafsson
Hörður Gunnarsson
Ívar Pálsson
Jakob Kristinsson
Jóhanna María Sigmundsdóttir
Jón Bjarnason
Jón Árni Bragason
Jón Ríkharðsson
Jón Torfason
Kristinn Dagur Gissurarson
Lilja Björg Ágústsdóttir
Óðinn Sigþórsson
Ólafur Egill Jónsson
Ólafur Hannesson
Páll Marís Pálsson
Páll Vilhjálmsson
Ragnar Arnalds
Ragnar Stefán Rögnvaldsson
Ragnar Stefánsson
Sif Cortes
Sigurbjörn Svavarsson
Sigurður Þórðarson
Stefán Jóhann Stefánsson
Styrmir Gunnarsson
Vésteinn Valgarðsson
Viðar Guðjonshen
Vigdís Hauksdóttir
Þollý Rósmundsóttir
Þorvaldur Örn Árnason
Þorvaldur Þorvaldsson
Þorvarður B. Kjartansson
Þóra Sverrisdóttir
Ögmundur Jónasson

Nýkjörin stjórn Heimssýnar

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Heimssýnar fimmtudaginn 22. október 2015. Formaður var kjörinn Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og Alþingisþingmaður og varaformaður var kjörin Jóhanna María Sigmundsdóttir, bóndi og Alþingisþingmaður.

Aðrir í stjórn voru kjörin:

Anna Ólafsdóttir Björnsson
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
Ásgeir Geirsson
Ásmundur Einar Daðason
Birgir Örn Steingrímsson
Bjarni Harðarson
Elísabet Svava Kristjánsdóttir
Erna Bjarnadóttir
Frosti Sigurjónsson
Gísli Árnason
Guðjón Ebbi Guðjónsson
Guðni Ágústsson
Gunnar Guttormsson
Gunnlaugur Ingvarsson
Halldóra Hjaltadóttir
Haraldur Hansson
Haraldur Líndal
Haraldur Ólafsson
Hörður Gunnarsson
Ívar Pálsson
Jakob Kristinsson
Jón Árni Bragason
Jón Ríkharðsson
Jón Torfason
Kristinn Dagur Gissurarson
Lilja Björg Ágústsdóttir
Óðinn Sigþórsson
Ólafur Egill Jónsson
Ólafur Hannesson
Páll Vilhjálmsson
Ragnar Arnalds
Ragnar Stefán Rögnvaldsson
Sif Cortes
Sigurbjörn Svavarsson
Sigurður Þórðarson
Stefán Jóhann Stefánsson
Styrmir Gunnarsson
Viðar Guðjonshen
Vigdís Hauksdóttir
Þollý Rósmundsdóttir
Þorvaldur Þorvaldsson
Þóra Sverrisdóttir

Stjórnvöldum ber að halda fast við fyrri kröfur

Ályktun framkvæmdastjórnar Heimssýnar 23. október 2013

Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, leggur áherslu á að ekki verði látið undan hótunum Evrópusambandsins í samningum um hlutdeild Íslands í heildar makrílveiði. Ísland hefur á undanförnum árum áskilið sér rétt til að lágmarki 16 -17% af heildarveiði makríls en það er byggt á rétti strandþjóðar, magni makríls í íslenskri lögsögu og gríðarlegu fæðunámi hans hér við land. Nánar

Heimssýn hvetur til þess að viðræðum við Evrópusambandið verði formlega hætt

Frá framkvæmdastjórn Heimssýnar:

Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hvetur stjórnarflokkana til þess að standa við stefnu sína um að hætta formlega aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið. Heimssýn hvetur einnig utanríkisráðherra til þess að sýna áfram staðfestu í málinu.

Nú hefur verið sannað að um er að ræða aðlögunarferli en ekki könnunarviðræður eins og oft hefur verið haldið fram. Sú staðreynd að IPA-styrkirnir hafa verið stöðvaðir af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um leið og ferlið var stöðvað sýnir að þeir voru ætlaðir til þess   að laga íslenska stjórnsýslu að lögum og reglum sambandsins. Nánar

Heimssýn ályktar: sendiherra Þýskalands virði lýðræðið í landinu

Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Hermann Sausen, skrifar grein í Morgunblaðið í gær þriðjudaginn 22. maí þar sem hann gerir tilraun til að réttlæta afskipti Evrópusambandsins af íslenskum innanríkismálum. Sendiherrann skrifar:

,,Ásökunin um afskipti af innanríkismálum er röng þegar af þeirri ástæðu, að aðildarviðræðurnar eru ekki innanríkismál, heldur hluti af utanríkisstefnu bæði Íslendinga og ESB.”

Framkvæmdastjórn Heimssýnar telur þessa túlkun sendiherra Þýskalands vera tilraun til að sniðganga lagaákvæði 1. tl. 41. gr laga nr. 16/1971 Lög um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband en þar stendur:

,,Það er skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkisins, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis.”

Framkvæmdastjórn Heimssýnar áréttar að lýðræðislegar kosningar eru fyrst og fremst innanríkismál og þær hætti ekki að vera það þótt þær fjalli í einhverjum tilvikum um utanríkismál.

Heimssýn hefur ákveðið að bjóða þýska sendiherranum til fundar þar sem fjallað verður um mikilvægi þess að þjóðin hafi ráðrúm til að komast að sjálfstæðri niðurstöðu í þessu stóra máli.

Heimssýn fagnar því að kjósendur hafi góðan aðgang að hlutlausum upplýsingum um ESB og að innlendar fylkingar setji fram sín rök með og móti aðild. En hundruða milljóna kynningarátak ESB á kostum aðildar er ekkert annað en óheft inngrip fjársterks hagsmunaaðila sem skekkir jafnréttisgrundvöll hins beina lýðræðis.

Framkvæmdastjórn Heimssýnar hvetur íslensk stjórnvöld til að standa vörð um lýðræðið og hafna því áliti þýska sendiherrans að Evrópusambandið eigi íhlutunarrétt í íslensk innanríkismál.

Aðlögun án samþykktar blasir við

Þann 9. mars síðastliðinn auglýsti embætti ríkisskattstjóra eftir verkefnastjóra til starfa „við aðlögun tölvukerfa embættisins að kröfum Evrópusambandsins auk annarra verkefna“, eins og segir í auglýsingu embættisins. Með þessu  er staðfest enn eitt dæmið um að um aðlögunar-ferli sé að ræða en ekki aðildarviðræður. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í viðtali við Morgunblaðið í dag „…þetta snýst um að aðlaga tölvukerfi skattyfirvalda ef til aðildar kemur“. Með öðrum orðum á að vinna að aðlöguninni áður en samþykkt er að ganga í ESB. Nánar

Ályktun vegna ávirðinga utanríkisráðherra í garð Heimssýnar

Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, lét þau ummæli falla í utandagskráumræðu á alþingi þriðjudaginn 8. nóvember s.l. að félagasamtökin Heimssýn væru á móti lýðræði.    

Orðrétt sagði utanríkisráðherra:

“Þeir sem eru á móti þessari framtíðarsýn [þ.e. að ganga í Evrópusambandið] hafa eina skyldu, þeir verða að leggja fram sína eigin framtíðarsýn. Það hafa þeir ekki gert, það eina sem þeir hafa gert er að leggja fram Heimssýn — sem er orðið samtök gegn lýðræði.”

Framkvæmdastjórn Heimssýnar óskar eftir því að utanríkisráðherra dragi þessa röngu fullyrðingu til baka.  

Heimssýn er þverpólitísk samtök sem stofnuð voru árið 2002 með það að markmiði að halda Íslandi utan Evrópusambandsins. Samtökin standa að útgáfu og efna til funda um málefni Evrópusambandsins og umsókn Íslands. Í samtökunum eru ríflega sex þúsund félagsmenn.  

Ekkert í starfsemi Heimssýnar er til þess fallið að draga úr lýðræði. Opinská umræða um kosti og galla aðildar er einmitt talin mikilvægur hluti af lýðræðislegu ferli.

Heimssýn hefur lagt til að aðildarumsóknin verði afturkölluð, enda sé það bæði skynsamlegt og fullkomlega lýðræðislegt.  

 

 • Aðildarumsóknin var knúin í gegn á alþingi með þvi að annar stjórnarflokkurinn gekk á bak orða sinna gagnvart kjósendum sínum. 
 • Stjórnarflokkarnir höfnuðu tillögu um að þjóðin fengi að kjósa um aðildarumsókn. 
 • Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er gegn aðild, sýna ítrekaðar kannanir.  
 • Skoðanakannanir Capacent sýna að meirihluti þjóðarinnar tekur afstöðu gegn áframhaldandi viðræðum.
 • Heimssýn hefur bent á að fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamning mun ekki vera bindandi fyrir þingmenn.
 • Það er ekki lýðræðislegt að minnihlutahópur geti knúið af stað dýrt og flókið aðildarferli gegn vilja meirihlutans.  

 

Barátta Heimssýnar gegn aðild er ekki síst barátta fyrir því að varðveita lýðræðið. Evrópusambandið hefur verið gagnrýnt fyrir mikinn og vaxandi skort á lýðræði.  

 

 • Evrópusambandið blandar sér í lýðræðislegt ákvörðunarferli þjóðarinnar með því að dæla hingað styrkjum, kynningafé, boðsferðum og setur hér upp kynningarmiðstöðvar. 
 • Á síðustu mánuðum hefur ESB með beinum og óbeinum hætti blandað sér í innanríkismál aðildarríkja þannig að lýðræðislega kjörnir leiðtogar hafa þurft að hverfa frá völdum.  
 • Með aðild að ESB munu sífellt fleiri ákvarðanir, lagasetning og æðsta dómsvald færast frá Íslandi. 
 • Möguleikar Íslendinga til að hafa áhrif á sín málefni með lýðræðislegum hætti munu því minnka verulega.
 • Skerðing fullveldis er skerðing á lýðræði.    

 

Heimssýn mun sem fyrr leggja sitt af mörkum til að Ísland verði áfram fullvalda þjóð og frábiður sér aðdróttanir utanríkisráðherra um að starfsemi Heimssýnar sé stefnt gegn lýðræðinu.  

Reykjavík 9. nóvember 2011