Enn ítrekað að Icesave sé forsenda ESB

Þing Evrópusambandsins samþykkti í dag ályktun þar sem því er fagnað að leiðtogaráð Evrópusambandsins skyldi leggja blessun sína yfir aðildarviðræður við Ísland þann 17. júní sl., á þjóðhátíðardag Íslands. Ennfremur var lögð áhersla á að viðræðurnar, sem eru hluti aðlögunarferlis Íslands að sambandinu sem er í fullum gangi, hæfust sem fyrst.

Þá ítrekaði Evrópusambandsþingið að Íslendingar yrðu að gangast undir öll skilyrði Evrópusambandsins fyrir inngöngu í sambandið og þ.m.t. að hætta hvalveiðum strax og greiða Hollendingum og Bretum fyrir Icesave-reikninga Landsbanka Íslands.

Heimild:
Iceland’s EU Entry Talks Urged by European Parliament Amid Bank Standoff (Bloomberg.com 07/07/10)