ESB eyðir umfram heimildir

Í ljós hefur komið að ESB hefur eytt um 11 milljörðum evra umfram heimildir í svæðisbundin verkefni. Afleiðingar þess gætu þýtt að breskir skattgreiðendur fái reikning uppá allt að 1 milljarð punda til þess að stoppa í gatið.

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, segir að allar líkur séu á því að talsverður fjárlagahalli muni myndast hjá sambandinu. Þrátt fyrir víðtækar aðhaldsaðgerðir og kröfur um niðurskurð í ríkisútgjöldum þeirra aðildarríkja sem eiga í fjárhagsvandamálum, hefur ESB aukið útgjöld sín um 13%.

Breskir stjórnmálamenn hafa sagst ætla að stöðva allar nýjar greiðslur til sambandsins, þar sem þeir telja að allar slíkar greiðslur muni skapa frekari þrýsting á niðurskurð hjá breska ríkinu, sem þeir telja þegar vera komið að þolmörkum.

Meira um þetta má lesa í The Telegraph