ESB viðurkennir að evran hafi ekki aukið viðskipti innan sambandsins

The Wall Street Journal greindi frá því 15. mars sl. að Joaquin Almunia, yfirmaður peningamála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hafi viðurkennt að tilkoma evrunnar hefði ekki leitt til aukinna viðskipta innan sambandsins. Hann sagði: “Viðskipti innan Evrópusambandsins sem hlutfall af landsframleiðslu hafa staðið í stað síðan árið 2000.”