ESB vill fiskinn en ekki skuldirnar

Fréttavefur Morgunblaðsins fjallaði um það sl. fimmtudag að Nigel Farage, þingmaður breska stjórnmálaflokksins UK Independence Party á Evrópusambandsþinginu, hafi skrifað á heimasíðu flokksins að það þyrfti ekkert að velkjast í vafa um að það væru fiskimið Íslendinga sem Evrópusambandið hefði augastað á og væri fyrst og fremst ástæðan fyrir áhuga sambandsins á inngöngu Íslands í það. Það væru ekki skuldir landsins sem sóst væri eftir.

Farage fagnaði því í skrifum sínum að Íslendingar gerðu sér grein fyrir hættunni og vitnaði í því sambandi í skoðanakannanir hér á landi sem sýndu að um 60% landsmanna vildu ekki ganga í Evrópusambandið. Hvatti hann íslensku þjóðina til þess að hafna inngöngu í sambandið.

Heimild:
Segir ESB vilja íslensk mið en ekki skuldir (Mbl.is 02/07/10)