Evran og Grikkir

Grikkland er skuldum vafið og getur ekki bætt stöðu sína með gengislækkun vegna þess að evran er lögeyrir þar í landi. Grískir stjórnmálamenn standa frammi fyrir tvíþættu verkefni. Í fyrsta lagi að lækka kostnað heimafyrir með því að skera niður ríkisútgjöld og í öðru lagi að semja við Evrópska seðalbankann og Evrópusambandið um aðstoð.

Grikkir töldu sig hafa vilyrði fyrir aðstoð frá ESB og hafa ekki gengið jafn rösklega til verks við að lækka ríkisútgjöld og efni standa til. ESB hefur á hinn bóginn hert afstöðu sína til Grikkja og sagt þá verða að leysa eigin vanda.

Fjárlagahalli gríska ríkisins er 12,7 prósent. Erlendar skuldir nema 168 prósent af þjóðaframleiðslu. Verkefnið er risavaxið og mun reyna verulega á myntsamstarfið. Grikkland dregur fram veikleika fjölþjóðasamstarfs um gjaldmiðil. Evrópski seðlabankinn í Frankfurt ákveður vexti en þjóðríki fara með eigin  ríkisfjármál. Þótt samevrópskar reglur mæli fyrir um leyfðan fjárlagahalla, 3 prósent, hafa þjóðríki komist upp með mun meiri halla, eins og sést hjá Grikkjum.

Evrópusambandið gæti staðið frammi fyrir tveim slæmum kostum. Í einn staði að fórna grískum efnahag með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði og í annan stað að taka á sig skuldir Grikklands og þar með grafa undan trúverðugleika evrunnar.

Hér er umfjöllun um Grikkland og evruna og töluvert ítarlegri hér.