Fjárfesta í auknum mæli í ríkjum utan ESB vegna reglugerðafargans

Framsæknustu fyrirtækin í löndum Evrópusambandsins eru í auknum mæli að snúa baki við innri markaði sambandsins og beina fjárfestingum sínum til annarra landa og markaðssvæða, einkum til Bandaríkjanna og Asíuríkja, vegna reglugerðafargans. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og birt sl. fimmtudag (20. janúar).

Þetta er kannski ekki síst athyglisvert í ljósi þess að íslenskir Evrópusambandssinnar hafa ítrekað harðneitað því að Evrópusambandið væri reglugerðabákn. Það er þó talsvert síðan forystumenn sambandsins fóru að gangast við þeirri staðreynd.

Heimildir:
Red tape ‘turning best firms away from Europe’ (Telegraph.co.uk 21/01/06)
Evrópsk fyrirtæki farin að forðast fjárfestingar í Evrópu (Mbl.is 25/01/06)