Fjölmiðlar misnotaðir í umfjöllun um Evrópumál

Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, segir að fjölmiðlar hafi miskunnarlaust verið misnotaðir í umfjöllun um Evrópumál að undanförnu með það fyrir augum að stuðla að auknu fylgi við inngöngu í Evrópusambandið. Þar á meðal Ríkisútvarpið. Þetta kom í síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær.

Ragnar segir fráleitt að túlka niðurstöður kosninganna á laugardaginn á þá vegu að meirihluti sé fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Jafnframt segir Ragnar að skoðanakannanir hafi sýnt að almenningur sé á móti inngöngu Íslands í sambandið.

Heimild:
Fjölmiðlar miskunnarlaust misnotaðir í umfjöllun um ESB (Vísir.is 27/04/09)