Forsenda inngöngu í ESB er full greiðsla vegna Icesave

Utanríkisráðherra bráðabirgðastjórnar Hollands, Maxime Verhagen, tjáði hollenska þinginu í gær að Icesave-deilan ætti ekki að koma í veg fyrir að viðræður um inngöngu Íslands í Evrópusambandið (sem eru hluti aðlögunarferlisins að sambandinu) hæfust. Hins vegar væri það ein af forsendum þess að Ísland gæti gengið í Evrópusambandið að Hollendingar fengju endurgreitt að fullu vegna málsins.

Heimildir:
Iceland’s EU bid must be negotiated with payback: Netherlands (Eubusiness.com 18/03/10)
Standa ekki veginum fyrir aðildarviðræðum (Mbl.is 19/03/10)