Fundaherferð Heimssýnar: Áfram Ísland – ekkert ESB

Alþingi samþykkti með naumum meirihluta þann 16. júlí 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn inngöngu í ESB. Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, efnir til funda um allt land um stöðuna í aðildarferlinu. Frummælendur, sem verða tveir til þrír á hverjum fundi, ræða afleiðingar þess að ríkisstjórnin haldi áfram leiðangrinum til Brussel í óþökk þjóðarinnar. Eftirfarandi fundir verða haldnir:

Vík í Mýrdal – 24. mars kl. 20:00, Ströndin, Víkurskáli
Eskifjörður – 24. mars kl. 20:00, Valhöll
Brautarholt á Skeiðum – 24. mars kl. 20:00, Hestakráin
Búðardalur – 24. mars kl. 20:00, Dalabúð
Akureyri – 25. mars kl. 20:00, Kaffi Amor
Bolungarvík – 25. mars kl. 20:00, Einarshús
Ísafjörður – 25. mars kl. 12:00, Við Pollinn, Hótel Ísafjörður
Ýdalir/Húsavík – 25. mars kl. 20, Félagsheimilið Ýdölum
Húnavatnssýslur – 27. mars kl. 14:00, Húnaver
Selfoss – 29. mars kl. 20:00, Tryggvaskáli
Egilsstaðir – 30. mars kl.12:00, hádegisfundur Hótel Hérað
Akranes – 30. mars kl. 20:00, Gamla kaupfélagið
Hveragerði – 30. mars kl. 20:00, Hótel Örk
Skagafjörður – 30. mars. kl. 20:00, Ljósheimar
Borgarbyggð – 31. mars kl. 20:00, Landbúnaðarhs. Hvanneyri
Reykjanesbær – 31. mars kl. 20:00, Hótel Keflavík
Vestmannaeyjar – 31. mars kl. 20:00, Akoges-salurinn

Meðal frummælenda verða: Arnbjörg Sveinsdóttir fyrrv. þingmaður, Atli Gíslason þingmaður, Ásmundur Einar Daðason þingmaður, Birgitta Jónsdóttir þingmaður, Bjarni Harðarson bóksali, Björn Bjarnason fyrrv. ráðherra, Brynja Björg Halldórsdóttir laganemi, Einar K. Guðfinnsson þingmaður, Erla Rún Guðmundsdóttir búfræðinemi, Eygló Harðardóttir þingmaður, Frosti Sigurjónsson framkvæmdastjóri, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður, Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður, Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögfræðingur, Kristján Þór Júlíusson þingmaður, Páll Vilhjálmsson blaðamaður, Pétur H. Blöndal þingmaður, Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður, Styrmir Gunnarsson fyrrv. ritstjóri, Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður, og Vigdís Hauksdóttir þingmaður.