Fundaherferð Heimssýnar fer vel af stað

Fundaherferð Heimssýnar “Áfram Ísland – ekkert ESB” hófst í gærkvöld 24. mars með opnum fundum sem fram fóru samtímis á fjórum stöðum á landinu; í Vík í Mýrdal, á Eskifirði, í Brautarholti á Skeiðum og í Búðardal. Fundirnir voru allir vel sóttir. Tveir frummælendur voru á hverjum stað og sköpuðust líflegar umræður um Evrópumál að þeim loknum.

Í kvöld, fimmtudag, fara fram fundir að sama skapi á fjórum stöðum á landinu; á Akureyri, Bolungarvík, Ísafirði og á Húsavík og hefjast þeir allir kl. 20:00. Sjá nánar hér.