Heimssýn á Hornafirði stofnað

Heimssýn á Hornafirði - stofnfundurStofnfundur Heimssýnar á Hornafirði var haldinn á Kaffi Horni, sunnudaginn 25. október. Framsögur fluttu Atli Gíslason og Unnur Brá Konráðsdóttir þingmenn Suðurkjördæmis. Fundarstjóri var Guðlaug Úlfarsdóttir. Um 20 manns sóttu fundinn og voru umræður líflegar að loknum framsöguræðum.

Á stofnfundinum var stjórn kjörin og lög samþykkt. Í fyrstu stjórn félagsins sitja eftirtaldir: Steinarr Bjarni Guðmundsson formaður, Hugrún Steinunn Guðmundsdóttir, Ásmundur Gíslason, Hjalti Egilsson og Ásgrímur Ingólfsson.