Heimssýn sendir fulltrúa á Alter Summit í Aþenu

Þann 7. og 8. júní verður haldinn ráðstefna í Aþenu sem mun mótmæla andfélagslegum aðhaldsaðgerðum Evrópusambandins. Aðild að ráðstefnuni hafa fleiri tugir samtaka um alla Evrópu en samtök frá 19 ríkjum munu mæta á ráðstefnuna.

Tilgangur ráðstefnunar er að koma með nýjar lausnir og nýjar leiðir fyrir Evrópu úr krísunni sem ekki hefur þær hörmulegu félagslegu afleiðingar sem hingað til hafa tíðkast. Það er vitað mál að það ríkir félagslegt neyðarástand, ekki efnahagskreppa. Um alla Evrópu hefur orðið sprenging í fjölgun fátækra og ójöfnuður er að aukast. Í dag eru 27 milljónir manna atvinnulausir í Evrópusambandinu, en 23% ungs fólks er án vinnu í sambandinu. Þrátt fyrir aðgerðir Evrópusambandsins og aðildarríkjanna heldur atvinnuleysi og fátækt áfram að aukast.

Heimssýn hefur ákveðið að senda tvo áheyrnafulltrúa á ráðstefnuna en það mun vera Brynja Halldórsdóttir og Bjarni Harðarson en þau voru að lenda í Aþenu í dag. Það er stefna Heimssýnar að stöðugt fræðast betur um stöðu mála í Evrópu og með víðsýni að kynnast þeim veruleika sem fólk býr við í Evrópu.

Þátttakendur eru frá eftirfarandi ríkjum:

 • Austurríki
 • Belgíu
 • Búlgaríu
 • Króatíu
 • Tékklandi
 • Danmörku
 • Frakklandi
 • Þýskalandi
 • Grikklandi
 • Ungverjalandi
 • Ítalíu
 • Hollandi
 • Noregi
 • Póllandi
 • Portúgal
 • Rúmeníu
 • Spáni
 • Bretlandi
 • Íslandi