Hollendingar lýsa andstöðu við íslenska ESB-umsókn

Hollenska dagblaðið Telegraf sagði frá því í dag að stjórnmálaflokkar sem sæti eiga á hollenska þinginu væru andsnúnir hugsanlegri íslenskri umsókn um inngöngu í Evrópusambandið nema Icesave-málið svokallað yrði fyrst leyst, en öll ríki sambandsins verða að samþykkja umsóknir nýrra ríkja.

Það er því ljóst að algerlega ótímabært er að greiða atkvæði á Alþingi um umsókn um inngöngu í Evrópusambandið fyrr en Icesave-málið hefur verið afgreitt. Icesave er m.ö.o. aðgangsmiðinn að sambandinu eins og margoft hefur verið bent á af öðrum tilefnum.

Heimild:
Líst illa á inngöngu Íslands (Mbl.is 15/07/09)