Hvað hyggst ný ríkisstjórn fyrir í Evrópumálum?

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, efnir til opins fundar nk. sunnudag kl 16:00 á Kaffi Rót í Hafnarstræti 17, 101 Reykjavík, þar sem umræðuefnið verður hvað ný ríkisstjórn kunni að aðhafast í Evrópumálunum.

Framsögur flytja Brynja Björg Halldórsdóttir, formaður ungra vinstri grænna á Höfuðborgarsvæðinu, og Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna.

Leitast verður við að svara spurningum sem varða hina nýju ríkisstjórn:

  • Er umsókn um inngöngu í ESB í farvatninu eins og víða hefur verið fullyrt í erlendum blöðum undanfarna daga?
  • Eða er ESB-blaðran sprungin?
  • Hvaða breytingar eru fyrirhugaðar á stjórnarskrá og hvernig líst mönnum á áfrom um stjórnlagaþing?

Fundurinn er öllum opinn. Frjálsar umræður og fyrirspurnum svarað.

Heimssýn