Jack Straw segir Ísland ekki hafa neinn hag af ESB-aðild

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, hitti starfsbróður sinn, Jack Straw utanríkisráðherra Bretlands, í breska utanríkisráðuneytinu í dag. Á fundinum ræddu þeir um samskipti Íslands og Bretlands, Evrópusambandið, auk almennrar umræðu um alþjóðleg málefni.

Geir sagði það hafa vakið athygli sína að Straw telur að Íslendingar muni ekki bera neinn sérstakan hag af því að ganga í Evrópusambandið. „Það fannst mér athyglisvert að hann hafi hugsað eitthvað um það,“ segir Geir og vísaði til orða Straws um að „okkur gengi bara það vel utan bandalagsins að það væri engin nauðsyn á því. Fyrir utan allan þann kostnað og þá byrði sem fylgja aðildinni.“

Heimild:
Vel fór á með utanríkisráðherrum Íslands og Bretlands (Mbl.is 18/01/06)