Meirihluti Eista vill ekki taka upp evruna

Fréttavefur Morgunblaðsins greinir frá því í gær að meirihluti Eista vilji ekki evruna samkvæmt nýrri skoðanakönnun og ennfremur að meirihluti vilji að þjóðaratkvæði verði haldið um það hvort evran komi í stað eistnesku krónunnar. Stjórnvöld í Eistlandi hafa hins vegar ekki í huga að halda slíkta kosningu en stefnt er að því að evran verði tekin upp í landinu á næsta ári.

Samkvæmt könnuninni eru 50% andvíg upptöku evrunnar en 39% hlynnt því. Þá vilja 57% þjóðaratkvæði um málið en 32% eru því andvíg.

Heimild:
Andstaða við evruna í Eistlandi (Mbl.is 02/07/10)