Meirihluti Íslendinga vill ekki sækja um inngöngu í ESB

Meirihluti Íslendinga er sem fyrr andvígur því að sótt verði um inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir Fréttablaðið og Stöð 2 sem birt var í gær. 54,4% eru nú andvíg því að hafnar verði viðræður við sambandið um inngöngu en 45,6% styðja að það skref verði tekið. Andstaðan við inngöngu hefur lítillega aukist síðan í febrúar og stuðningurinn að sama skapi dregist saman.

Heimild:
Könnun: Meirihluti landsmanna andvígur umsókn um aðild að Evrópusambandinu (Eyjan.is 11/04/09)