Meirihluti lagasetningar ríkja ESB kemur frá sambandinu

Þátttaka í kosningum til þings Evrópusambandsins hefur dregist hratt saman á liðnum árum og var aðeins um 40% þegar þær fóru síðast fram árið 2004. Af þessu hafa ráðamenn sambandsins haft miklar áhyggjur og hefur ýmislegt verið reynt til þess að þessari þróun. Á heimasíðu þingsins er t.a.m. að finna lista þar sem teknar eru saman tíu ástæður fyrir því hvers vegna fólk ætti að taka þátt í kosningum til þess. Sjötta ástæðan hljómar svo:

“Í flestum tilfellum hafa þingmenn Evrópusambandsþingsins jafn mikinn þátt í ákvörðunum og ríki Evrópusambandsins sjálf. Flest lög sem snerta daglegt líf okkar eru samin í samvinnu af þingmönnum þingsins og ráðherrumríkja sambandsins á vettvangi þess. Mörg, sennilega flest, lög sem taka gildi í þínu heimalandi eiga uppruna sinn í lagagerðum sem samþykktar hafa verið af þingmönnum Evrópusambandsþingsins – þínum fulltrúum.”

Þarna er s.s. komin fram staðfesting frá Evrópusambandinu sjálfu á því sem lengi hefur verið vitað að meirihluti lagasetningar ríkja sambandsins kemur ekki frá þjóðþingum þeirra heldur frá Brussel.

Heimildir:
We have ways, or rather don’t have ways, of making you vote! (Blog.ft.com 29/01/09)
10 good reasons to vote (Euparl.eu)