Meirihluti Norðmanna andvígur aðild að Evrópusambandinu

Meirihluti Norðmanna er andvígur aðild að Evrópusambandinu. Í nýrri skoðanakönnun fyrir norska ríkisútvarpið kemur fram að fimmtíu og einn af hundraði er því andvígur að Noregur gangi í sambandið., tæplega 36 prósent eru því fylgjandi og rúmlega þrettán prósent eru óviss. Í könnun fyrir Klassekampen og Nationen í síðasta mánuði reyndust enn fleiri vera andvígir ESB-aðild, eða hátt í fimmtíu og sex af hundraði. Skoðanakannanir í Noregi hafa sýnt mikinn meirihluta Norðmanna andvígan Evrópusambandsaðild allar götur síðan franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu fyrirhugaðri Stjórnarskrá Evrópusambandsins, sem nú gengur undir nafninu Lissabon-sáttmálinn, sumarið 2005.

Heimild:
Noregur: Meirihluti andvígur ESB (Rúv.is 12/01/09)