Mikill meirihluti Íslendinga vill sem fyrr ekki ganga í ESB

Samkvæmt nýjum þjóðarpúsli Capacent vill mikill meirihluti Íslendinga ekki ganga í Evrópusambandið, 60% vilja það ekki en 26% eru því hlynnt. Þessi skoðanakönnun er í samræmi við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið undanfarið ár. Mikill meirihluti Íslendinga vill ekki ganga í ESB, myndi greiða atkvæði gegn inngöngu í sambandið í þjóðaratkvæði og vill að umsóknin um inngöngu verði dregin til baka.

Þá hafa kannanir sýnt að meirihlutinn hafi viljað þjóðaratkvæði um umsóknina og sé óánægður með að hún skyldi vera send til Brussel.

Heimild:
60% andvígir aðild að ESB-26% hlynntir (Evrópuvaktin.is 01/07/10)