Norðmenn sem fyrr andvígir inngöngu í Evrópusambandið

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í Noregi eru 55% Norðmanna andvíg inngöngu í Evrópusambandið en einungis 33% hlynnt henni. The Wall Street Journal hefur eftir Heming Olausen, formanni Nei-hreyfingarinnar í Noregi, að hvorki hinir alþjóðlegu efnahagserfiðleikar né meintur áhugi Íslendinga á inngöngu í sambandið virðast hafa aukið fylgi þarlendra Evrópusambandssinna.

Heimild:
Norwegian Opposition To Joining EU At 54.9% – Poll (Wsj.com 23/03/09)