Fyrirlesarar og yfirskrift erinda á ráðstefnunni

Framsögumenn og yfirskrift erinda 

Dagskrá:

 1. Vigdís Hauksdóttir: Opnunarávarp
 2. Stefán Már Stefánsson, prófessor við HÍ : „Er Evrópusambandið ríki?“
 3. Ragnar Arnalds: „De nordiska kuststaters självständighet utanför EU“ (Sjálfstæði strandríkja á Norðurslóð utan ESB)
 4. Josef Motzfeldt: Sjálfstæðibarátta Grænlendinga
 5. Halldóra Hjaltadóttir: Ávarp
 6. Odd Haldgeir Larsen: „Nei til EU som beveglse og fagbevegelsen rolle i Norge“ (Nei til EU sem fjöldahreyfing og verkalýðshreyfing í Noregi)
 7. Erna Bjarnadóttir: „Reynslusaga af starfi fyrir hagsmunasamtök og samningahópa“
 8. Matarhlé
 9. Brynja Björg Halldórsdóttir:„Forgangsáhrif ESB réttar“
 10. Haraldur Benediktsson: „Vinur hví dregur þú mig í þetta skelfilega hús?“
 11. Helle Hagenau: „Om EÖS og Norges handelfrihet uten for EU (EES samningurinn og verslunarfrelsi Noregs utan ESB)
 12. Halldór Ármannsson: „ESB og sjávarútvegur á Íslandi“
 13. Per Olaf Lundteigen: ” Island, Norge og makrilen”
 14. Ásgeir Geirsson: Ávarp
 15. Sigríður Á Andersen: “Fullveldi – nokkur praktísk atriði”
 16. Olav Gjedrem: „Grunnlovsjubileet og 20 års jubileet for Neiet 1994“ (200 ára stjórnarskrárafmæli og 20 ár frá því að norðmenn höfnuðu ESB í þjóðaratkvæðagreiðu.

 Ráðstefnustjórar: Jón Bjarnason og Helle Hagenau

Pallborðsumræður umsjón: Unnur Brá Konráðsdóttir Nánar

Eftirlit með fjölmiðlum og umræðum á netinu

Þessi frétt birtist á mbl.is þann 4. febrúar síðastliðinn

Evrópuþingið hyggst verja sem nemur um tveimur milljónum punda í eftirlit með fjölmiðlum og umræðum á netinu þar sem efasemdir um Evrópusambandið eru viðraðar vegna áhyggja af því að andúð í garð sambandsins fari vaxandi. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Nánar

Opnunartími skrifstofu NEI við ESB

 

 

 

 

 

 

Nei við ESB, Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félags ungs fólks gegn ESB aðildar og Herjan, félag stúdenta við HÍ gegn aðild að ESB, hafa opnað skrifstofu á Lækjartorgi 5, 2. hæð.

Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 13:00 til 18:00.

Allir hjartanlega velkomnir – heitt á könnunni.

Hvað var Össur að gaufa í Brussel?

Enginn íslenskur ráðherra fyrr eða síðar hefur verið jafn kokhraustur og félagi Össur Skarphéðinsson. Margar myndir og viðtöl eru mér ofarlega í huga frá Utanríkisráðherratíð hans. Össur var brosandi og glaður og sigurviss á fundunum með þeim stóru í Brussel,já Stefáni Fúle og félögum. Össur sló gjarnan í neftóbakspontu sína og bauð í nefið á bæði borð og virtist oftast vera að sigra heiminn,með spekingslegum svip. Þó sáust sjónarhorn þar sem sett var ofan í við okkar mann ekki síst um form viðræðnanna. Ég var orðin dauðhræddur um að Össur með snilld sinni myndi innlima Ísland í ESB á einu augabragði. Viðræðurnar sjálfar hófust 17 júní 2010 á þjóðhátíðar- og frelsisdegi Íslands. Árni Páll Árnason var svo sigurviss og sagði að samningur myndi liggja fyrir eigi síðar en 2012 og þá væri hægt að gera útum þetta mál bætti hann við og undir það tóku margir stjórnarliðar og áköfustu ESB-sinnarnir. Þá átti  þjóðin við Íslendingar að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta stóra mál,einfalt já eða nei. Þetta eru auðvitað svik við ummæli og fyrirheit nú væri eðlilegt að Össur Skarphéðinsson og samninganefndin skýrði frá því  hvað gerðist í viðræðunum? Nánar

Lögformlegt ferli um að draga umsóknina að ESB til baka – farið af stað

Tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki.

(Lögð fyrir Alþingi á 143. löggjafarþingi 2013–2014.)

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Jafnframt ályktar Alþingi að ekki skuli sótt um aðild að Evrópusambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild að Evrópusambandinu. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að treysta tvíhliða samskipti og samvinnu við Evrópusambandið og Evrópuríki. Nánar

Baráttufundir Nei við ESB, Heimssýnar, Ísafoldar og Herjunnar

Afturköllum umsóknina að ESB – hér er skýrslan

Það var áfangasigur að aðlögunarviðræðurnar við ESB voru stöðvaðar. Samtökin Nei við ESB efna til baráttufunda til að fylgja því eftir að umsóknin verði endanlega afturkölluð. Næstu mánuðir geta skorið úr um hvort ríkisstjórn og Alþingi geri það eina sem réttast er – afturkalla umsóknina. Fyrstu baráttufundir eru:

 • Á Sauðárkróki, Kaffi Krók, miðvikudaginn 19. febrúar, kl.20:30
 • Á Blönduósi, Pottinum og Pönnunni, fimmtudaginn 20. febrúar, kl. 20:30
 • Í Reykjavík, skrifstofa Heimssýnar á Lækjartorgi, 2. hæð, 25. Febrúar, kl. 20:00 Nánar

Fundur um Bretland og EES á vegum Evrópu­vaktarinnar

Fundur um Bretland og EES á vegum Evrópu­vaktarinnar kl. 12:00, fimmtudaginn 30. janúar í Háskóla Íslands

Evrópuvaktin, RNH (Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt) og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands boða til hádegisfundar fimmtudaginn 30. janúar klukkan 12.00 til 13.00 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, með dr. Richard North sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á Evrópusambandinu og sérstaklega stöðu Breta innan þess.

Richard North Nánar