Ráðum við ekki við að reka sjálfstætt þjóðríki?

Bjarni Harðarson velti fyrir sér því sjónarmiði á bloggsíðu sinni á dögunum sem stundum heyrist úr röðum Evrópusambandsinna að Íslendingar geti ekki stjórnað sér sjálfir og haldið úti sjálfstæðu þjóðríki. Vafalaust eru mun fleiri Evrópusambandssinnar þeirrar skoðunar og enn fleiri eru það vafalítið án þess þó að gera sér almennilega grein fyrir því. En sú afstaða að vilja að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu og færist undir stjórn þess felur sjálfkrafa í sér þá afstöðu að Íslendingar séu einhvern veginn ófærir um að stjórna sér sjálfir og þvi þurfi að fá aðra til þess verks.

Bloggfærslu Bjarna má nálgast hér.