Segja Evrópusambandið hafa of mikil völd yfir ríkjum sambandsins

Niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar voru í austurríska blaðinu Kleine Zeitung benda til þess að meirihluti Austurríkismanna telji Evrópusambandið hafa of mikil völd yfir innanríkismálum Austurríkis. 54% sögðust telja að sambandið skipti sér of mikið af innanríkismálum Austurríkismanna. Þar af töldu 20% að Evrópusambandið ætti alls ekki að skipta sér af innanríkismálum Austurríkis.

Niðurstöður annarrar könnunar birtust í þýska dagblaðinu Welt þar sem spurt var hvað fólki fyndist um Evrópusambandið. 74% af rúmlega þrjú þúsund manna úrtaki sögðust telja sambandið skerða fullveldi Þýskalands of mikið.

Heimildir:
Für Österreicher mischt sich EU zu viel in Innenpolitik ein (Kleinezeitung.at 27/03/09)