Sjálfstæðisflokkurinn og ESB – hvað er framundan?

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, boðar til opins fundar á Kaffi Rót Hafnarstræti 17, sunnudaginn 25. janúar nk. kl. 14:00 þar sem Styrmir Gunnarsson, fyrrv. ritstjóri Morgunblaðsins, og Óli Björn Kárason, ritstjóri fréttavefsins AMX, ræða afstöðu Sjálfstæðisflokksins til inngöngu í Evrópusambandsins. Styrmir og Óli Björn, sem báðir hafa um árabil skrifað mikið um stjórnmál á Íslandi og þekkja vel til í Sjálfstæðisflokknum, munu á fundinum fara yfir stöðuna eins og hún er og leita svara við spurningunni um hvað sé framundan.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Stjórn Heimssýnar