Spánverjar telja að þeir væru betur settir án evrunnar

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var á vegum Evrópusambandsins telja 54% Spánverja að þeir hefðu verið betur í stakk búnir að sigrast á þeim alvarlegu efnahagserfiðleikum sem geysa á Spáni með gamla sjálfstæða gjaldmiðilinn sinn, pesetann, að vopni en evruna. Talsmaður sambandsins sagði af því tilefni að þetta sýndi það eitt að spænskur almenningur hefði “ekki skilið kosti evrunnar.”

Víða í ESB hafa skoðanakannanir sýnt á undanförnum árum að meirihluti almennings vill ekki evruna og vill fá gömlu gjaldmiðlana sína aftur. En fæstar þjóðirnar innan sambandsins voru spurðar álits á því hvort taka ætti evruna upp og þær sem voru spurðar hafa afþakkað hana pent.

Heimild:
Spánverjar sakna pesetans (Evrópuvaktin.is 30/07/10)