Stofnfundur ungliðahreyfingar 6. febrúar

Stofnfundur ungliðahreyfingar andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu verður haldinn í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu 6. febrúar næstkomandi. Tíu manna undirbúningshópur hefur lagt drög að stofnun félagsins. Á næstu vikum eru væntanlegar tvær sendinefndir frá Noregi þar sem ungt fólk rekur öflug félög sem andsúin eru aðild Noregs að Evrópusambandinu. Skoðanakannanir sýna að meirihluti ungs fólks í Noregi er andvígur inngöngu.