Stóraukin andstaða við upptöku evru í Danmörku

Dregið hefur saman með þeim Dönum sem vilja evru og þeim sem vilja halda dönsku krónunni. Könnun Danske Bank sýnir að 41,1% vilja evru en 39,8% vilja halda krónunni. Aðrir eru í vafa. Af þeim hópi segja 9,6% að líklegra sé að þeir halli sér að evru en 7,3% óákveðinna segjast sennilega halla sér frekar að krónunni. Dönsk stjórnvöld hafa boðað nýtt þjóðaratkvæði um evruna og leita nú breiðrar pólitískrar samstöðu um málið. Þjóðaratkvæðið gæti farið fram á næsta ári ef af verður. Danir hafa tvisvar hafnað evrunni í þjóðaratkvæðagreiðlu, fyrst með höfnun Maastricht-sáttmálans árið 1992 og síðan með höfnun evrunnar sem slíkrar árið 2000.

Heimild:
Evruáhugi Dana minnkar (Amx.is 21/01/09)