Nýr fréttavefur um Evrópumál

Nýlega var opnaður nýr fréttavefur um Evrópumál undir merkjum “Nei við ESB”.

Að vefnum Nei við ESB (www.neiesb.is) standa nokkur samtök sem telja það ekki þjóna hagsmunum Íslendinga að Ísland gerist aðli að ESB. Á vefnum verður að finna upplýsingar um Evrópusambandið, málefni þess og þróun, um stöðu einstakra ríkja í sambandinu, um evruna og Gjaldmiðilsbandalag Evrópu og um stöðu Íslands í þessu samhengi.

Þau samtök sem standa að opnun vefjarins Nei við ESB í dag og að ferð fimmmenninganna til Brussel eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is