Timo Summa lætur af störfum

Á vefsíðu Evrópuvaktarinnar má lesa að starf sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi hefur verið auglýst. Timo Summa sem gegnt hefur embættinu er á förum. Ashton barónessa, utanríkisráðherra ESB, mun eiga síðasta orðið um hinn nýja sendiherra. Hann verður valinn úr hópi embættismanna ESB eða úr hópi manna sem ríkisstjórnir einstakra aðildarríkja tilnefna.

Auglýsingin um hið lausa sendiherraembætti á Íslandi birtist innan ESB í apríl. Timo Summa hefur gegnt embættinu hér í þann árafjölda sem er eðlilegur þjónustutími samkvæmt reglum ESB en hann tók hér til starfa á árinu 2009. Það er þó einnig talið hafa ráðið nokkru um brottför hans héðan nú að framganga hans vegna aðildarumsóknar Íslands hefur sætt mikilli og vaxandi gagnrýni. Nánar