Tékkar lítt spenntir fyrir evrunni

Nýr seðlabankastjóri Tékklands, Miroslav Singer, segir að óvissan í kringum evrusvæðið sé svo mikil í kjölfar skuldavalda Grikklands að ekkert vit sé í að velta fyrir sér upptöku evrunnar. “Ég hef enga hugmynd um það hversu langan tíma það tekur að leysa úr vandamálum evrusvæðisins,” sagði hann samkvæmt Wall Street Journal og bætti við að þar til að því kæmi væri einfaldlega of margt óljóst til þess að hann gæti sagt til um það hvort það yrði tékknesku efnahagslífi til framdráttar að taka upp evru.

“Það er mjög erfitt eins og sakir standa að taka upp hanskann fyrir evrusvæðið og leggja áherslu á upptöku evrunnar,” er haft eftir Radomir Jac, aðalhagfræðingi tékkneska fjármálafyrirtækisins PPF General Asset Management. “Þetta er versta krísa sem evrusvæðið hefur upplifað á rúmlega tíu ára tilveru sinni.”

Skoðankönnun í maí sl. fyrir Viðskiptaráð Tékklands sýndi að aðeins 20% forsvarsmanna meðalstórra og smárra tékkneskra fyrirtækja vilja taka upp evru.

Heimild:
Czechs Wary of Joining Troubled Euro (Wsj.com 09/07/10)