Þjóðaratkvæðagreiðsla á Írlandi í dag

Írskir kjósendur greiða aftur atkvæði um Lissabon-sáttmálann (Stjórnarskrá Evrópusambandsins) í dag en þeir felldu hann sem kunnugt er í júní á síðasta ári. Eins og fjallað hefur verið um hér á Heimssýn.is hafa skoðanakannanir á Írlandi verið mjög misvísandi og sumar sýnt meirihluta gegn sáttmálanum og aðrar með. Fjölmiðlar segja frá því að mjótt gæti orðið á mununum og að mikil óvissa sé um það hver niðurstaða þjóðaratkvæðisins verði en gert er ráð fyrir að þær liggi fyrir um miðjan dag á morgun laugardag.

Heimild:
Mjótt gæti orðið á mununum (Rúv.is 01/10/09)
Low turnout fears in second Irish vote on EU Lisbon Treaty (Monstersandcritics.com 02/10/09)