Þýskir hægrimenn andsnúnir frekari stækkun ESB

Þýski stjórnmálaflokkurinn CSU, sem er stærsti stjórnmálaflokkur Bæjaralands sem aftur er stærsta fylki Þýskalands, hefur lýst yfir andstöðu við umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið. Þá einkum á þeim forsendum að frekari stækkun sambandsins sé ótímabær auk þess sem flokkurinn segir að Evrópusambandið geti ekki bjargað Íslandi frá efnahagskreppunni. Þetta er haft eftir Markus Ferber, leiðtoga CSU á þingi Evrópusambandsins, í þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung í dag.

CSU býður aðeins fram í Bæjaralandi en er í kosningabandalagi við Kristilegademókrata (CDU), flokk Angelu Merkel kanslara Þýskalands, sem bjóða fram í öðrum fylkjum landsins. CDU lýsti hliðstæðum áherslum í mars á þessu ári í sérstakri skýrslu þar sem fram kom andstaða við frekari stækkun Evrópusambandsins. Ennfremur er það sameiginleg stefna CSU og CDU að berjast gegn frekari stækkun sambandsins á bak við tjöldin fyrir þingkosningarnar sem fram fara í Þýskalandi í haust samkvæmt því sem fram kom á fréttavef Ríkisútvarpsins í dag.

Heimildir:
Andsnúnir inngöngu Íslands (Mbl.is 18/07/09)
CSU vill Íslendinga ekki í ESB (Rúv.is 18/07/09)
Vilja hægja á stækkun ESB (Mbl.is 17/03/09)