Um 70% Íslendinga myndu hafna inngöngu í ESB

Samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Samtök iðnaðarins og birt var 5. mars sl. myndu um 70% Íslendinga hafna inngöngu í Evrópusambandið ef kosið yrði um það nú. Þar af sagðist 51% örugglega greiða atkvæði gegn inngöngu. Einungis 30,5% sögðust myndu greiða atkvæði með inngöngu í sambandinu og þar af aðeins um helmingur örugglega.

Í sömu könnun sögðust 60% vera andvíg inngöngu í Evrópusambandið, 24,4% hlynnt. Mikill meirihluti er andvígur inngöngu í sambandið í öllum þjóðfélagshópum óháð kyni, aldri, menntun, búsetu, tekjum eða stuðningi við stjórnmálaflokka með einni undantekningu. Meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar styður inngöngu.

Síðast spurði Capacent að því hvernig fólk myndi kjósa í þjóðaratkvæði um inngöngu í Evrópusambandið í september sl. Sú könnun var einnig gerð að beiðni Samtaka iðnaðarins. Þá sögðust 61,5% myndu kjósa gegn inngöngu en 38,% með. Andstaðan hefur því aukist samkvæmt því um rúmlega 8% síðan þá.

Capacent kannaði síðast afstöðu fólks til inngöngu í Evrópusambandið í febrúar fyrir Bændasamtökin. Þá voru 56% andvíg inngöngu í sambandið en 33,2% hlynnt henni.

Heimild:
Skoðanakönnun Samtaka iðnaðarins