Umsókn Íslands um ESB aðild: Tilboð sem þú getur ekki hafnað.

Sumarið 2009 sendi ríkisstjórn Samfylkingar og Vg umsókn Íslands að ESB.
Þessir merku atburðir eru greindir og raktir ítarlega í meistararitgerð Hollendingsins Bart Joachim Bes frá árinu 2012. Ritgerðin er á ensku og ber heitið: Iceland’s Bid for EU Membership: An Offer You Cannot Refuse – An analysis on the role of party-politics within the decision-making process concerning Iceland’s application for EU membership. Í íslenskri þýðingu:  Umsókn Íslands um ESB aðild: Tilboð sem þú getur ekki hafnað. Höfundur ritgerðarinnar talaði m.a. við eftirtalda aðila: Ernu Bjarnadóttur, Bjarna Má  Gylfason, Ragnheiði Elínu Árnadóttir, Árna Þór Sigurðsson, Kristján Þórarinsson, Sigmund Davið Gunnlaugsson, Ásmund Einar Daðason, Semu Erlu Serdar og Jón Bjarnason. Þetta kemur fram í ritgerðinni í lauslegri íslenskri þýðingu: Mikið gekk á meðan á atkvæðagreiðslunni um tvöföldu þjóðaratkvæðagreiðsluna stóð og þingmenn VG voru teknir afsíðis á eintal við forsætisráðherra áður en að þeim kom að greiða atkvæði.
„Sumir komu úr (atkvæðagreiðslunni) algerlega niðurbrotnir með tárin augunum“ er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni þáverandi þingmanni Vg.

Það er nauðsynlegt að þeir sem láta sig málin varða í ESB umræðunni lesi þessa ritgerð. Hún varpar glöggu ljósi á það ástand sem ríkti í stjórnmálum hér á landi vorið og sumarið 2009.