Vill alla olíuvinnslu undir yfirstjórn ESB

Gunther Öttinger, ráðherra orkumála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur kallað eftir því að sambandinu verði falið að hafa yfirstjórn með allri olíuvinnslu í ríkjum þess í kjölfar olíuslyssins á Mexíkóflóa. Evrópusambandið sæi þar með m.a. um að gefa út leyfi til olíuvinnslu í stað ríkjanna og eftirlit með allri slíkri starfsemi innan sambandsins.

Í umræðum á þingi ESB í gær 8. júlí lýsti Öttinger því yfir að ríki sambandsins ættu að íhugað það alvarlega að gefa eftir völd yfir olíuvinnslu til þess. Hann sagði að eftirlit af hálfu ríkjanna yrði vissulega áfram til staðar en að hann teldi það góða hugmynd að innleiða almenna staðla og yfirstjórn af hálfusambandsins.

Heimild:
EU to seek temporary ban on deep-water oil permits (Euobserver.com 08/07/10)