Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafnar inngöngu í ESB sem fyrr

Vinstrihreyfingin – grænt framboð áréttaði andstöðu sína við inngöngu í Evrópusambandið á landsfundi flokksins sem fram fór um helgina. Miklar umræður fóru fram um Evrópumálin á fundinum en sjálfstæðissinnar höfðu þar mikla yfirburði. Orðrétt segir í ályktun landsfundarins:

“Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins.  Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins. Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Landsfundur telur mikilvægt að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu fái rækilega umræðu og að hliðsjón verði höfð af væntanlegum stjórnarskrábreytingum og hvað eðlilegt getur talist þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um framsal og fullveldi.”

Heimild:
Landsfundur: Ályktun um utanríkismál samþykkt (Vg.is 22/03/09)