100% aðlögun, segir ESB – engin aðlögun segir Össur

Ísland þarf að aðlaga sig 100 prósent að lögum og reglum Evrópusambandsins áður en landið fær inngöngu, segir í umfjöllun EU Observer um stöðu aðlögunarferlis Íslands.  Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir á hinn bóginn að Ísland sé ekki háð þeim kröfum sem Evrópusambandið gerir til umsóknarþjóða.

Tilefni umfjöllunar EU Observer er tillaga Ögmundar Jónassonar dómsmálaráðherra að hraða beri viðræðum við Evrópusambandið. Stækkunarskrifstofa sambandsins segir það ekki hægt, aðeins sé ein leið inn í Evrópusambandið sem er leið aðlögunar.

Hér er umfjöllun EU Observer

Hér er leiðari Evrópuvaktarinnar um sérhugmyndir Össurar