Evrópusambandið sakað um ofveiði og að virða ekki fiskveiðisamninga

Fiskistofnum við vesturströnd Afríku hefur hrakað mjög á síðustu árum. Gömul og góð fiskimið eru nú ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var að sögn heimamanna. Segja ríki á svæðinu að þetta sé fyrst og fremst Evrópusambandinu að kenna og saka þau sambandið um ofveiði og að standa ekki við gerða fiskveiðisamninga. Einkum beinast þær ásakanir að Spánverjum. Skip frá Evrópusambandinu hafa um árabil veitt í lögsögum Vestur-Afrískra ríkja og sóst mjög eftir því vegna slæms ástands eigin fiskistofna.

Heimild:
Ríkisútvarpið 22/05/03

Evrópusambandið sakað um ofveiði og að virða ekki fiskveiðisamninga

Fiskistofnum við vesturströnd Afríku hefur hrakað mjög á síðustu árum. Gömul og góð fiskimið eru nú ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var að sögn heimamanna. Segja ríki á svæðinu að þetta sé fyrst og fremst Evrópusambandinu að kenna og saka þau sambandið um ofveiði og að standa ekki við gerða fiskveiðisamninga. Einkum beinast þær ásakanir að Spánverjum. Skip frá Evrópusambandinu hafa um árabil veitt í lögsögum Vestur-Afrískra ríkja og sóst mjög eftir því vegna slæms ástands eigin fiskistofna.

Heimild:
Ríkisútvarpið 22/05/03