EFTA líklegra en ESB til að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin

Í Morgunblaðinu á föstudaginn var haft eftir utanríkisráðherra, Halldóri Ásgrímssyni, að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað milli EFTA og Bandaríkjanna og að líklegra væri að samningar næðust um fríverslun milli þessara aðila heldur en Bandaríkjanna og ESB. Sagði Halldór að EFTA væri komið mun lengra í samningum við Kanada heldur en ESB og að tekist hefði að ná slíkum samningum við Mexíkó og Chile.

Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu færi sambandið með forræði á því að semja við aðrar þjóðir um fríverslun. Ástæðan er að sögn Halldórs sú togstreitu sem nú ríkir í samskiptum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Íslendingar betur settir utan sambandsins en innan þess í þessu tilliti.

Heimild:
Líklegra að EFTA nái samningum en ESB (Morgunblaðið 04/07/03)