Svíar hafa ekki tapað á því að standa utan evrusvæðisins

Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg, sagði í viðtali við sænska viðskiptavefritið E24 22. apríl sl. að bæði efnahagslegir og pólitískir ókostir þess fyrir Svía að standa utan við evrusvæðið væru hverfandi og að aðrir þættir, s.s. umbætur á vinnumarkaði, væru mun mikilvægari forsendur hagvaxtar í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Heimild:
Borg: Ingen brådska gå med i EMU  (E24.se 22/04/07)