Völd stóru ríkjanna í ESB hafa aukist við stækkun sambandsins

Fjallað var um það hér á Heimssýnarblogginu í byrjun mars að Catherine Day, framkvæmdastjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi þá nýverið greint frá því að völd framkvæmdastjórnarinnar hefðu aukist mjög við stækkun sambandsins 2004 öfugt við það sem margir gerðu ráð fyrir. En framkvæmdastjórnin er ekki ein um að hafa aukið völd sín í kjölfar stækkunarinnar, það sama á við um stærstu ríkin í Evrópusambandinu, Frakkland, Bretland og Þýskaland, samkvæmt niðurstöðum rannsókna Jonas Tallberg, prófessors í stjórnmálafræði við Stokkhólmsháskóla, sem birtar voru fyrri hluta aprílmánaðar.

Heimild:
Study Says Big States Gaining Power in EU (Businessweek.com 09/04/07)